Í Landsbankanum á Hvolsvelli var boðið upp á skemmtilega dagskrá sl. föstudag í tilefni af Leyndardómum Suðurlands. Opið hús var í bankanum þar sem m.a. voru sýndir munir úr sögu bankans og krakkar úr Tónlistarskóla Rangæinga komu og spiluðu nokkur lög fyrir gesti og gangandi.

Sigurður Jónsson er með ljósmyndasýningu í bankanum í tilefni Leyndardómanna og eru myndir hans teknar um allt sveitarfélagið.

Á meðfylgjandi mynd má sjá krakkana úr tónlistarskólanum ásamt Sigurði Skagfjörð Ingimarssyni, bankastjóra Landsbankans.