Sögusetrið og Njálurefillinn komu fyrir í Landanum á RÚV sl. sunnudag. Þar var sagt frá Gestaboði Hallgerðar sem nú er verið að sýna annað árið í röð í Sögusetrinu. Gísli Einarsson tók viðtal við Elvu Ólafsdóttur, leikkonu, og Hlín Agnarsdóttur, leikstjóra, og sýnt var brot úr sýningunni. Á morgun 26. maí er síðasta sýningin og þeir sem ekki hafa séð leikritið eru hvattir til að skella sér. Nánari upplýsingar eru á vef Sögusetursins

Einnig var tekið viðtal við Christinu Bengtsson í nýju Njálurefilsstofunni þar sem saumað er alveg villt og galið í Njálurefilinn. Umsjónarmaður Landans lét ekki sitt eftir liggja í saumaskapnum sem og tökumaður þáttarins og tóku þeir nokkur spor eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu Njálurefilsins

Brotið úr Landanum má sjá hér