Þessi nýju lög varða hagsmuni sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og almennings og verða fundirnir opnir öllum sem áhuga hafa á því að kynna sér þennan málaflokk. Að kynningu lokinni verða umræður og munu fulltrúar frá Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins svara fyrirspurnum frá fundargestum.

Kynningarfundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

Á Ísafirði í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12 og einnig í fjarfundi á Hólmavík (Þróunarsetri) og á Patreksfirði (Þróunarsetrið Skor), fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13-16
Í Borgarnesi, Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, föstudaginn 25. febrúar kl. 13-16
Á Akureyri, Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 23, fimmtudaginn 3. mars kl. 13-16
Á Egilsstöðum, Hótel Héraði (Icelandair Hotels) Miðvangi 5-7, föstudaginn 4. mars kl.13-16
Á Hvolsvelli, Félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8, fimmtudaginn 10. mars kl.13-16
Í Reykjavík, fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, föstudaginn 11. mars kl. 13-16


Allir sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál og taka þátt í umræðum um þau eru hvattir til að mæta.

Dagskrá

13:00  Ný skipulagslög, helstu nýmæli
          Sigríður Auður Arnardóttir, umhverfisráðuneyti
13:30  Vinna við nýja skipulagsreglugerð
          Stefán Thors/Hafdís Hafliðadóttir, Skipulagsstofnun
14:00  Kaffihlé
14:20  Lög um mannvirki 
          Steinunn Fjóla Sigurðardóttir/Hafsteinn Pálsson, umhverfisráðuneyti
14:50  Mannvirkjastofnun  
          Bendedikt Jónsson/Guðmundur Gunnarsson, Mannvirkjastofnun
15:20  Umræður
16:00  Fundarlok

 

 Frétt frá Skipulagsstofnun