- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Þriðjudaginn 8. september sl. var haldin kynning á stefnumótunarverkefni sem farið var í fyrir Kötlu UNESCO Global Geopark. Sú vinna var nauðsynleg fyrir alla aðila til að skýra þá sýn og markmið sem jarðvangurinn stendur fyrir.
Stjórn jarðvangsins bauð sveitarstjórnum, skipulags- og byggingarfulltrúum og tengiliðum innan sveitarfélaganna þriggja er standa að jarðvanginum að koma og hlusta á kynninguna en það var ráðgjafafyrirtækinu Alta sem hélt utan um þessa vinnu. Alta skilaði skýrslu í lok verkefnisins sem ber heitið Katla UNESCO Global Geopark; Sýn um hlutverk og tækifæri til eflingar, en þar er sett fram sýn á hlutverk KUGG og dregin fram lykilverkefni sem vinna þarf til að styrkja starfsemi jarðvangsins. Í skýrslunni segir einmitt að með því að hafa þessa sýn geti jarðvangurinn betur skýrt verkaskiptingu milli hagaðila, gengið frá starfsáætlun og lagt grunn að fjárhagslegum forsendum.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.
Á kynningunni fór Berglind Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri jarðvangsins, yfir þau verkefni sem unnin hafa verið síðan 2018 og hvað liggur fyrir. Berglind ræddi einnig um hvernig hún sér fyrir sér framtíð jarðvangsins. Jóhannes M. Jóhannesson, starfsmaður jarðvangsins, fór yfir Ruritage verkefnið sem er stórt alþjóðlegt verkefni sem jarðvangurinn vinnur að. Fræðast má nánar um Ruritage verkefnið hér.
Halldóra Hreggviðsdóttir hélt kynningu fyrir hönd Alta
Berglind Sigmundsdóttir kynnir verkefni jarðvangsins
Jóhannes M. Jóhannesson
Fundargestir