Dagana 14. til 18. apríl næstkomandi verður fjölmennt lið Kvikmyndafólks við vinnu á Landeyjasandi. Um er að ræða tökur á stuttmynd sem er útskriftaverkefni úr Kvikmyndaskóla Íslands.

Verkefnið er æri verðugt og með því stærra í framleiðslu sem komið hefur frá Kvikmyndaskólanum. Um 20 manns munu búa á svæðinu þessa daga og skapa á sandinum framandi tjaldbúðir í töfrandi Íslensku umhverfi.  Byggðar verða tjaldbúðir og kirkjugarður á sandinum sem og vatnsbrunnur.

Áætlað er svo að frumsýna myndina í Bíó Paradís um miðjan maí næstkomandi. Það væri gaman, ef áhugi lægi fyrir á svæðinu, að fá aukaleikara til að koma og vera með í tökum.

Ef þú ert nýbakað foreldri þá erum við að leita af tilvonandi barnastjörnu til að birtast í mynd í einni senu. Atriðið er einfalt og verður tekið inní setti sem byggt verður á bænum sem við dveljum. Mannaferðir og áreiti í kringum þá senu verða í algjöru lágmarki og tæki þetta rétt 2 klst í það mesta.

Ef þið sjáið fram á að geta aðstoðað framleiðslu og viljið vita meira endilega komið ykkur í samband við Arnar Már í emaili (arnarmar@kvikmyndaskoli.is)