Árlegur jólafundur Kvenfélagsins Einingar , Hvolsvelli, var haldinn miðvikudaginn 12. desember. Þar var ýmislegt sér til gamans gert. Guðrún Sigurðardóttir þandi nikkuna af sinni alkunnu snilld og félagskonur sungu jólalög og önnur lög. Helga Hansdóttir las jólasögu. Síðan var gengið að borði hlöðnu hnossgæti að hætti kvenfélagskvenna. Að lokum fengu allir jólapakka sem voru opnaðir í snatri og hver lýsti sinni gjöf við mikla kæti.  

nullnullnullnull