Vikan 22. - 28. apríl nk. er Jarðvangsvika og því verður boðið upp á ýmsa viðburði í Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Meðal þess sem boðið er upp á er kynning á spænskri menningu, jöklagöngur, hjólreiðaferð, hlaupakeppni, Njálurefilssaum, opinn landbúnað, sýninguna "Sjálfbær þróun á heimsvísu" og fræðsluerindi um Jón Steingrímsson, eldprest.

Hér má nálgast dagskránna á pdf formi: jarðvangsvika 2013

Dagskrána má einnig sjá í heild sinni hér á heimasíðu Kötlu jarðvangs