Hvolsskóli var með í úrslitum Skólahreysti en þau fóru fram miðvikudagskvöldið 8. maí.

Skólahreysti byggir á fimm greinum, upphífingum og dýfum í strákaflokki en armbeygjum og hreystigreipi stúlknaflokki. Blönduð lið skólanna kepptu svo í hraðaþrautinni.

Fyrir hönd Hvolsskóla kepptu þau Þórdís Ósk Ólafsdóttir í armbeygjum og hreystigreip og Bjarni Már Björgvinsson í upphífingum og dífum. Í hraðaþrautinni kepptu svo þau Birta Sigurborg Úlfarsdóttir og Óli Guðmar Óskarsson. Þessi ungmenni stóðu sig alveg einstaklega vel og að lokum varð Hvolsskóli í 7. sæti. Varamennirnir Sunna Lind Sigurjónsdóttir og Ívan Breki Sigurðsson voru einnig klár í slaginn allan tímann og ekki amalegt að hafa bekkinn svona vel skipaðan.

Gula stuðningsliðið frá Hvolsskóla var svo sérstaklega áberandi á áhorfendapallinum og stóð sig gríðarlega vel.

Íþróttakennararnir Helgi Jens Hlíðdal og Lárus Viðarsson eiga mikið hrós skilið fyrir þjálfun og utanumhald fyrir keppnina.