Hrafnhildur Hauksdóttir frá Hvolsvelli var fyrirliði fyrir landslið kvenna undir 19 ára í undankeppni fyrir EM í september s.l. Leikurinn var haldinn í Litháen og voru spilaðir þrír leikir. Stelpurnar komust áfram í milliriðla. Hrafnhildur var líka fyrirliði í tveimur æfingaleikjum sem voru spilaðir í kjölfarið. Æfingaleikirnir voru spilaðir í febrúar s.l. og var spilað á móti A-landsliði Færeyja, fyrri leikurinn fór 5-0 fyrir Íslandi og seinni fór 6-1 fyrir Íslandi

Næstu verkefni liðsins eru milliriðlar EM í Frakklandi. Leikirnir fara fram í apríl og mæta íslensku stelpurnar Frakklandi, Rússlandi og Rúmeníu. Þær verða vinna riðilinn til að komast í lokakeppnina sem verður haldin í Ísrael í júní 2015.