Átakið Hjólað í vinnuna hófst formlega miðvikudaginn 8. maí og stendur til 28. maí.

Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem að eigin orka sé nýtt til og frá vinnu, þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskaupta o.s.frv. Hver þátttakandi getur skráð 15 daga (hvaða 15 daga sem er innan tímabilsins) en það er gert til þess að jafna leikinn milli vaktavinnufólks og annarra.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar á heimasíðunni Hjólað í vinnuna