Hjólað í vinnuna verkefnið er í fullum gangi og það er einstaklega heppilegt hversu gott veðrið hefur verið þessa daga. Einna duglegust að hjóla í "vinnuna" eru einmitt börnin á Tónalandi,  elsti árgangur leikskólans Arkar, en hjólagrindin hjá deildinni þeirra er alltaf full af hjólum. Það er því tilvalið að fyrstu hvatningarverðlaun keppninnar í ár fari til Tónalands enda gott að byrja hjá ungviðinu.

Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, færði deildinni fína hjólapumpu sem á örugglega eftir að koma sér vel en Andrea Bjarnadóttir og krakkarnir á Tónalandi tóku við pumpunni.