Borun GL-01 við Goðaland með jarðbornum Karli Gústafi 10. janúar. 2013

Nú er hola GL-01 orðin um 175 metra djúp. Borun gengur fremur hægt og eru fyrir því tvær ástæður. Annars vegar er berg mjög sprungið og eitilhart með köflum og mikið hökt á borstrengnum og því ekki hægt að bora með miklu álagi og hins vegar er gríðarlegt vatnsmagn í henni. Að morgni þess 10. Var neðri hluti holunnar hitamældur og kom í ljós að vatnið sem kemur í hana neðst er um 14,4°C heitt.

Búið er að greina borsvarf niður í 165 metra og er þar margt athyglisvert. Í efstu 5 metrunum er möl og sandur sem eru frá nútíma (þ.e. yngri en 10.000 ára) en þá tekur við syrpa af basalthraunum niður í 60 metra. Þar fyrir neðan er vikur og síðan svartur fínn sandur í 66 metra. Frá 66 metrum og niður í 84 metra eru basalt hraunlög en undir þeim er fremur þunnt lag af svörtum og ljósum vikri. Frá 90 metrum og niður úr er svart, mjög glerkennt kubbaberg. Engin ummyndun sést í svarfinu.

Í holunni eru smávægilegar hitastigsbreytingar. Ofan við 60 metra er um 13°C heitt vatn. Frá 60 og niður í um 130 metra er 13,8°C heitt vatn en þar fyrir neðan er vatnið 14,4°C heitt. Ljóst er að vatnið er aðkoma úr berginu og að vatnsgeymirinn er risastór því hann virðist bundinn við einstaka jarðmyndanir sem geta haft mikla útbreiðslu og þykkt. Vatn virðist koma allstaðar inn í holuna.

Á þessari skýringarmynd má sjá hversu heitt vatn hefur fundist í tilraunaholunni við Goðaland og á hvaða dýpi.

null