Röskun á þjónustu Rangárþings eystra vegna hertra sóttvarnaraðgerða sem gilda frá 25. mars.

Íþróttamiðstöð:

Íþróttamiðstöðin, líkamsrækt og sund verða lokuð frá og með fimmtudeginum 25. mars. Allt íþróttastarf barna og fullorðinna fellur niður.

Hvolsskóli:

Kennsla fellur niður frá og með 25. mars.

Leikskólinn Örk:

Skólahald með nokkuð óbreyttu sniði. Nánari upplýsingar berast foreldrum með tölvupósti.

Tónlistarskóli Rangæinga:

Kennsla fellur niður frá og með 25. mars.

Héraðsbókasafn Rangæinga:

Gestir eru beðnir um að sýna aðgát, tryggja 2j metra reglu og huga að sóttvörnum. Einnig eru gestir beðnir um að lágmarka dvalartíma á safninu.

Áhaldahús

Áhaldahús er lokað fyrir gesti.

Skrifstofa Rangárþings eystra

Skrifstofan er lokuð fyrir gesti til að hægt sé að tryggja 10 manna samkomutakmörkun.

Minnum á tölvupóstfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is og síma 488-4200.

Kirkjuhvoll

Gestir beðnir um að sýna aðgát, tryggja 2ja metra reglu og huga að sóttvörnum. Gestir mega ekki dvelja í opnum rýmum heimilisins.