Það kenndi ýmissa grasa hjá okkur þetta árið, fyrirlestrar og námskeið. Vikunni lauk um helgina með fjölskyldugöngu í Tumastaðaskógi og  göngu á Stóra Dímon. Tumastaðaskógur er vanmetin útivistarparadís. Þar eru stígar um allan skóg  ýmis leiktæki á leiðinni fyrir börnin og bekkir til þess að hvíla sig. Á Stóra Dímon er gríðarlega fallegt útsýni til allra átta. Óhætt er að hvetja alla til þess að gera ferð í Tumastaðaskóg og upp á Dímon.

Sundkeppninni lauk í gær sunnudag og dregnir hafa verið út tveir sigurvegarar. Það eru þau Ómar Alejandro og Guðrún Ósk Birgisdóttir. Þau gefa sig fram í sundlauginni til að innheimta sigurlaunin, sem eru  árskort í sund.

Þrátt fyrir að heilsuviku sé lokið þá má ekki hætta að hugsa um heisluna. Hún er það mikilvægasta hjá hverjum og einum. Nú er um að gera að geyma bílinn heima, þeir sem það geta. Ganga í vinnuna eða hjóla. Það kemst upp í vana að ganga og hjóla alveg eins og að fara á bílnumJ

Þakkir til þeirra sem sýndu vikunni áhuga með því að mæta á  kynningar og fyrirlestra.

Hér  að neðan má sjá myndir úr vikunni