Við byrjum heilsuvikuna í dag. Frítt verður í sund alla vikuna og keppni um árskort í sund fer af stað. Hún verður með þeim hætti að fólk syndir og skráir hjá starfsfólki sundlaugarinnar, hve langt er synt á hverjum degi. Þeir sem synda meira en 4 km í vikunni 2.-9. september  fara í pott og dregið verður úr þeim hópi mánudaginn 10.september ein kona og einn karlmaður.

12:00   verður formleg opnun á nýjum og glæsilegum útiklefum og gufubaði við sundlaugina á Hvolsvelli. 

16:00 Ragnheiður Guðjónsdóttir næringafræðingur með fyrirlestur um holla næringu og kemur með góð ráð til að bæta mataræðið. Fyrirlesturinn fer fram í Litla salnum í Hvolnum.

17:15 Umhirða húðarinnar og förðun verða viðfangsefni Ágústu Guðjónsdóttur og Arndísar Önnu Sveinsdóttur í Litla salnum í Hvolnum.

hér er dagskrá vikunnar Heilsuvika 2012