Í gær, sumardaginn fyrsta, var góð stemning í Hvolnum á Hvolsvelli þegar Gurrý þjálfari í Biggest Loser og Jónas sem sigraði heimakeppnina voru með fyrirlestur og innsýn í Biggest Loser heiminn. Það var góð mæting og fólk nýtti tækifærið til að spyrja þau Jónas og Gurrý út í hin ýmsu mál er varða góða heilsu, hreyfingu og mataræði.

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, afhenti Jónasi Pálmari gjöf og viðurkenningu frá sveitarfélaginu vegna hans góða árangurs í keppninni og hvatti hann áfram. Við vonumst til þess að njóta góðs af reynslu Jónasar í framtíðinni