Siggi Bjarni og Arnar fara á gönguskíðum yfir Mýrdalsjökul 

Guðsteinsgangan hefst á morgun 22. maí en þá ætla þeir félagarnir Sigurður Bjarni Sveinsson og Arnar Páll Gíslason að leggja af stað í gönguna. Þeir eru báðir sjúkraflutningamenn við Heilbrigðisstofnun suðurlands ásamt því að vera vanir fjallmenn.
Verkefnið er að fara á gönguskíðum yfir Mýrdalsjökul frá norðri til suðurs. Farin verður rúmlega 27 km leið sem samsvarar einum km fyrir hvern mánuð í lífi Guðsteins Harðarsonar sem lést í hörmulegu slysi í Meðallandi 6. apríl síðastliðinn.Takmarkið hjá þeim félögum er að ganga yfir allan jökulinn, eins og hann leggur sig í einni lotu og styðja þannig við fjölskyldu Guðsteins litla. Þeir sem vilja fylgjast með göngunni geta fylgst með þeim inn á Facebook síðunni Guðsteinsganga. Einnig eru þeir sem vilja styrkja verkefnið bent á styrktarreikninginn b.nr. 0317-26-103997 kt. 060684-2359.