Nú er hafinn þriðji mánuðurinn sem verkefnið List í Héraði er starfrækt og nú er sýning á myndum Guðrúnar Berglindar Jóhannesdóttur í útibúi Landsbankans á Hvolsvelli. Guðrún Berglind málaði myndirnar sérstaklega fyrir þessa sýningu og því má glöggt sjá að listalífið blómstrar í sveitarfélaginu.

List í héraði er verkefni sem hlaut styrk hjá Menningarráði Suðurlands í ár. Listamenn munu sýna í nokkrum fyrirtækjum á Hvolsvelli og verður einn listamaður og eitt fyrirtæki í brennidepli í hverjum mánuði. Það er Arna Þöll Bjarnadóttir sem hefur veg og vanda af uppsetningu og utanumhaldi verkefnisins fyrir hönd Rangárþings eystra og fær hún góðar þakkir fyrir.