Margrét Tryggvadóttir kennari hefur starfað hjá sveitarfélaginu í um 20 ár, fyrst í Hvolsskóla og síðustu átta ár í leikskólanum Örk á Hvolsvelli. Þar áður vann hún hjá Tónlistarskóla Rangæinga í ellefu ár. Margrét hefur unnið ákveðið frumkvöðlastarf í leikskólanum og hafa nemendur skólans og foreldrar notið góðs af. Í dag er síðasti dagurinn hjá henni og kvaddi starfsfólk og nemendur leikskólans hana með þökkum fyrir samstarfið og samveruna. Það sama gerum við öll sem höfum unnið með henni og eða kynnst í gegnum vinnu hennar fyrir sveitarfélagið og eða með börnunum okkar m.a. í gegnum Leikfélag A-Eyfellinga, kvenfélagið Einingu og víðar. Við þökkum henni samstarfið og óskum velfarnaðar í nýju hlutverki. Á myndinni er Gréta í góðra vina hópi með afmæliskórónu að fagna 70 ára afmæli sínu.