Í greininni er rifjað upp að gosið í Eyjafjallajökli hafi valdið gríðarlegum röskunum á flugsamgöngum, einkum yfir Atlantshafið. Lokun flugleiðanna hafi verið forvarnaraðgerðir en ekki sé enn vitað með vissu hvort lokunin hafi verið nauðsynleg.

Helstu gos síðasta árs.

1. Eyjafjallajökull, Íslandi
2. Mount Merapi, Indónesíu
3. Tungurahua, Ekvador
4. Pacaya, Gvatemala
5. Kliuchevskoi, Kamsjatka, Rússlandi
6. Sheveluch, Kamsjatka, Rússlandi
7. Santiaguito, Gvatemala
8. Mount Sinabung, Indónesíu
9. Kizimen, Kamsjatka, Rússlandi
10. Cleveland, Alaska

Þetta kemur fram á visi.is í dag. Þar má jafnframt finna myndskeið og ljósmyndir með fréttinni.