Blakdeild Dímonar-Heklu sendi kvennalið til þátttöku á 38. öldungamóti Blaksambands Íslands 28. - 30. apríl sl. Mótið var haldið af HK í Kópavogi. Dímon-Hekla keppti í 6. deild kvenna og varð í 2. sæti sem að er stórgóður árangur og þýðir að liðið keppir í 5. deild að ári. Keppt var í 14 kvennadeildum og 7 karladeildum að þessu sinnu og ljóst er að mikill áhugi er fyrir blaki á Íslandi. Spilað var á 13 völlum, 144 lið voru skráð til keppni og spilaðir voru 432 leikir. Til að teljast öldungur í blaki og öðlast keppnisrétt á þessu móti þarftu að vera orðin 30 ára og er þetta eitt af stærstu mótum landsins.  Dímon hefur tekið þátt á öldungamótinu frá 2001 eða í 13 ár.

Þær stöllur sem tóku þátt fyrir Dímon-Heklu að þessu sinni vilja þakka SS, Reykjagarði, Kökuvali, Þykkvabæjar og Rafverkstæði Ragnars fyrir góðan stuðning.