Nemendur Hvolsskóla stóðu sig svo sannarlega með prýði í ræðu- og söngkeppni grunnskólanna í Rangárþingi sem haldin var að Laugalandi í Holtum í síðustu viku. Þar báru keppendur skólans sigur úr býtum bæði í ræðukeppninni og söngkeppninni.

Ræðuliðið var skipað Eydísi Bergmann Gunnarsdóttur og Kristínu Lilju Sigurjónsdóttur ásamt aðstoðarmönnum þeirra Hólmfríði Maríu Þórarinsdóttur og Eygló Örnu Guðnadóttur. Þá söng Katrín Rúnarsdóttir sig inn í hjörtu dómnefndar með laginu Alltaf eftir Marinó G. Lillendahl. Hitt atriði Hvolsskóla í söngkeppninni varð svo í þriðja sæti. Það var Ívar Máni sem flutti lagið Bless, bless ásamt hljómsveit.

Við erum afar stolt af þessum flottu nemendum og kennurum þeirra. Innilegar hamingjuóskir með glæsilegan árangur. 

Myndir frá keppninni má finna hér inn á heimasíðu Hvolsskóla.

www.hvolsskoli.is