Skemmtilegir og vel heppnaðir vortónleikar barnakórs Hvolsskóla voru haldnir í síðustu viku. Kórinn hefur starfað í allan vetur undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur tónlistarkennara. Dagskráin var metnaðarfull og flottir söngvarar kórsins tóku m.a. einsöng og stóðu þau sig öll með stakri prýði. Með kórnum spiluðu þeir Hilmar Úlfarsson og Þormar Elvarsson.