Holl hreyfing er heilsubót 60+ allir af stað!
Í fyrra störtuðum við skemmtilegu verkefni líkamsræktarverkefni sem við kölluðum 60 + þar sem fólk á þessum aldri var hvatt til þess að hreyfa sig, nota góða aðstöðu sem er í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli, heilsustíg, gönguleiðir o.s.frv. Mikill áhugi var fyrir verkefninu og margir nýttu sér aðstöðuna sér til heilsubótar og skemmtunar og gera enn.   


Nú efnum við til fundar með þeim einstaklingum sem áhuga hafa á að halda áfram góðri hreyfingu og skemmtilegu starfi. Fundurinn verður haldinn í Litla salnum í Félagsheimilinu Hvoli þriðjudaginn 26. september nk. og hefst kl. 17.00. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og Ólafur Örn Oddsson, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar mæta á fundinn. Rætt verður hvernig best er að vinna áfram að verkefninu. Hvetjum áhugasama til að mæta.
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Hvolsvelli.