Unglingadeildin Ýmir var stofnuð árið 1997 og er ungliðastarf fyrir krakka í 8.-10. bekk á vegum Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli.
Unglingadeild Ýmis heldur kynningarkvöld miðvikudagskvöldið 4. september næstkomandi fyrir áhugasama.
Kynningin hefst klukkan 20:00 og fer fram í björgunarsveitarhúsinu, Dufþaksbraut 10.

Unglingadeildin er mjög virk og hefur sótt í sig veðrið síðastliðin ár. 
Í sumar var fjölbreytt dagskrá en meðal annars var leitað að Þjófahelli við Þríhyrning, siglt niður Rangá, hoppað í hili í Þverá og gengið inn Mögugil.
Einnig eru fengnar heimsóknir frá öðrum unglingadeildum, svo sem úr Reykjavík og Hellu. Unglingadeild Ýmis hefur tekið þátt í stórslysaæfingu á vegum flugbjörgnunarsveitarinnar í Reykjavík og fá félagar tækifæri til að fara á ýmis námskeið eins og skyndihjálp, fjarskipta- og gps námskeið

Unglingadeildin hefur meðal annars séð um blysin upp í Hvolsfjalli á gamlárskvöld og hjálpað til við fjáraflanir á vegum Björgunarsveitarinnar Dagrenningar.

Við hvetjum áhugasama eindregið til að kíkja á kynningarkvöldið og taka þátt.