Brot úr umsögn/yfirlýsingu Rangárþings eystra vegna hugmynda ríkisins um stofnun Hálendisþjóðgarðs. 

 

„Í samráðsgátt stjórnvalda þann 18. og 19. desember sl., voru birt drög að tveimur stjórnarfrumvörpum, annars vegar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og hins vegar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. 

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur áður bókað og sent frá sér umsagnir í aðdraganda málsins og stendur enn við það sem þar kemur fram. Að mati sveitarstjórnar er enn mörgum spurningum ósvarað varðandi fyrirkomulag og útfærslu við stofnun Hálendisþjóðgarðs og leggst hún því alfarið á móti stofnun hans og Þjóðgarðastofnunar að svo stöddu. Sveitarstjórn telur mikilvægt að málið verði, áður en lengra er haldið, útfært betur í miklu og góðu samráði við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila.“

 

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér