Áhrifa heimsfaraldursins Covid-19 gætir víða og ljóst að efnahagsleg áhrif hans eru mikil. Þessar efnahagslegur afleiðingar hafa litað alla vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Rangárþings eystra 2021-2024. Almennt var lagt upp með að gæta aðhalds í rekstri og skera niður kostnað eins og hægt var. Sveitarstjórn lagði mikla áherslu á að tryggja alla grunnþjónustu og vernda störf allra starfsmanna sveitarfélagsins og gekk vinna við fjárhagsáæltun út frá því að það væri gert.

Þrátt fyrir miklar efnahagslegar þrengingar og niðurskurð telur sveitarstjórn gríðarlega mikilvægt að leggja aukið fjármagn í framkvæmdir og fjárfestingar. Lagt var upp með að velja framkvæmdir sem eru sem mest atvinnuskapandi fyrir nærsamfélagið og fjármunum því dreift á töluverðan fjölda minni verkefna. Stærsta einstaka verkefnið er upphaf að byggingu nýrrar leikskólabyggingar.
Áætlunin í heild gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 206.500.000 kr árið 2021.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra 2021 (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 2.010 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.855 m.kr. og þar af reiknaðar afskriftir 110 m.kr. Veltufé frá rekstri 124 m.kr. Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð 45 m. kr. Rekstrarniðurstaða 2021 jákvæð um 2 m.kr.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið..............206,5 mkr.
Afborgun lána.......................................99,7 mkr.
Tekin ný langtímalán.................................110 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok....1.204 mkr.
Eigið fé er áætlað í árslok........................2.143 mkr.

Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til fjármálastjóra, forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins auk annarra starfsmanna sem komu að gerð áætlunarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáælun fyrir árið 2021-2024.