Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf fyrir tímabilið maí - ágúst til að veita ungmenni með fötlun félagslega liðveislu. Um er að ræða persónulegan stuðning og aðstoð til að taka þátt í menningar- og félagslífi. Um er að ræða fjölbreytt, lærdómsríkt og skemmtilegt starf.

Karlar og konur 18 ára eða eldri eru hvött til að sækja um starfið

Frekari upplýsingar veitir Inga Jara Jónsdóttir, ráðgjafi í síma 487-8125 eða á inga@felagsmal.is