Slöbbum saman er átaksverkefni sem Landlæknisembættið, ÍSÍ, UMFÍ og Sýn fara nú af stað með og miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig.

Fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing og létt hreyfing er eitthvað sem við flest getum gert. Við hvetjum því landann til að fara út og labba. Þar sem færðin vinnur ekki alltaf með okkur á þessum árstíma höfum við húmorinn með og ætlum því að labba í slabbi eða SLABBA saman.

Við viljum fá ALLA landsmenn með okkur í lið til að slabba saman, hvort sem það er að fara út og hoppa í pollum í fimm mínútur, telja ljósastaurana eða sigra himnastigann í Kópavogi. Sigurvegarinn er sá eða sú sem sigrar sjálfan sig og tekur þátt. Nú er um að gera að ræsa vinahópinn, fjölskylduna, saumaklúbbinn, vinnufélagana og Zoom-hópinn út í rokrassgatið, slabba saman og efla líkama og sál.

Skráðu þig á visir.is/slobbumsaman

Kynning á verkefninu (pdf)