Björgunarsveitin við störf í Fiská mynd: Þorsteinn Jónsson
Björgunarsveitin við störf í Fiská mynd: Þorsteinn Jónsson

Þorsteinn Jónsson, eða Steini eins og hann er alltaf kallaður, er í góðu viðtali í Morgunblaðinu í dag um störf Björgunarsveitarinnar Dagrenningar. Björgunarsveitin átti 50 ára afmæli árið 2020 og er afar mikilvægur hlekkur í okkar samfélagi. Dagrenning er ein af þeim björgunarsveitum utan höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að fara í einna flest útköll á ári hverju, sérstaklega þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á landinu. Dagrenning er einnig mjög virk í samfélaginu, hafa til dæmis haldið 17. júní skemmtanir, séð um gæslu við hina ýmsu viðburði og hjálpað jólasveinum við þeirra störf í desember. Björgunarsveitin heldur einnig úti sterkri ungliðadeild sem heitir Ýmir en þar fá börn og ungmenni góða reynslu og fræðslu um hinar ýmsu hliðar björgunarstarfanna ásamt því að skemmta sér vel saman. 

Hér má sjá viðtalið.