Skipulagðar gönguferðir fyrir 60+

Anna Rún Einarsdóttir, íþróttafræðingur, ætlar að vera með skipulagðar gönguferðir í maí fyrir aldurshópinn 60+. Gönguferðirnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum og lagt verður af stað frá íþróttahúsinu klukkan 10:00. Fyrsta gangan verður fimmtudaginn 6. maí.