Nú leitum við til ykkar kæru íbúar í Rangárþingi eystra um hugmyndir/tillögur að nokkrum nýjum götunöfnum í sveitarfélaginu. Um er að ræða eina götu á Skógum og þrjár götur í byggðinni sem verið er að undirbúa norðan við Hvolsvöll. Tillögur má senda á netfangið arnylara@hvolsvollur.is eða í gegnum skilaboð á facebook síðu sveitarfélagsins.

Skógar

Á Skógum vantar nafn á eina götu í deiliskipulagi Ytri-Skóga. Gatan liggur frá bílastæðinu bak við gamla Héraðsskólahúsið og meðfram íbúðarhúsum og lóðum sem hafa samheitið Ytri-Skógar. 

Hvolsvöllur

Á Hvolsvelli er leitað að tillögum um þrjú götuheiti í skipulagðri byggð norðan við Hvolsvöll. Gatan sem er lituð með gulu tengir byggðina við Þjóðveg 1.