Það hefur snjóað heilmikið síðasta sólarhringinn og rétt þegar menn héldu jafnvel að vorið væri á næsta leyti þá minnir veturinn á sig og skellir í páskahret.

Starfsmenn í Áhaldahúsinu voru ekki lengi að rífa fram græjurnar til að moka, skafa og hreinsa og eru í óðaönn við að gera göngustígi, bílaplön og götur klárar fyrir íbúa og standa sig með stakri prýði eins og alltaf. Við hvetjum íbúa til að hreinsa frá sorpílátum og að hurðum til að hægt sé að koma með póst.

Veðurspáin er ekki sérlega hagstæð fyrir Suðurlandið og búið að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir seinni partinn á morgun, laugardag. Förum því varlega og höldum okkur sem mest heimavið.