16. fundur ungmennaráðs Rangárþings eystra og 1. fundur starfsársins 2019-2020 var haldinn síðastliðinn föstudag.

Kristrún Ósk var kosin formaður, Oddur Helgi varaformaður og Vala Saskia ritari. Aðrir nefndarmenn eru Eva María, Lovísa Karen, Þorsteinn Ragnar og Sóldís Birta. Að vísu mætti Þorsteinn ekki á þennan fund en Bjarki Rafnsson, hans varamaður mætti í hans stað. Einnig var svo Kristrún Ósk kosin fulltrúi ráðsins í ungmennaráð Suðurlands, en hún hefur einnig gegnt því síðastliðin tvö ár.

Meðal málefna sem þau fóru yfir voru meðal annars breytingar á erindisbréfi ungmennaráðs, komu með hugmyndir að jólasprelli fyrir ungmenni, hugmyndir að skemmtikvöldum fyrir ungmenni, opinn fund fyrir ungmenni, ruslamál og lýsingu í sveitarfélaginu, körfuboltavöll og margt fleira