Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðherra, hef­ur tekið ákvörðun um að aðset­ur þriggja nýrra stofn­ana ráðuneyt­is­ins verði utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.
Aðsetur nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verður á Akureyri, Náttúrufræðistofnun á Vesturlandi og Náttúrverndarstofnun á Hvolsvelli.

Er markmiðið með staðsetningu aðseturs nýrra stofnana að stuðla að því að starfsfólk starfi í auknum mæli á landsbyggðinni í grennd við viðfangsefnið sem í þessu tilfelli er náttúra landsins, umhverfi og auðlindir.

„Við höfum lagt á það áherslu að færa störfin nær viðfangsefnum stofnana ráðuneytisins. Við erum þegar búin að færa aðsetur Vatnajökulsþjóðgarðs heim á Hornafjörð og með þessum breytingum stígum við enn stærri skref." Segir Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfis-, orku og loftlagsráðherra.

Með þessu skapast ný sérfærðistörf í Rangárþingi eystra og verða höfuðstöðvar Náttúrverndarstofnunnar í ráðhúsi Rangárþings eystra á Hvolsvelli.

Það sannar sig að litið er til okkar þar sem innviðir eru sterkir og samfélagið tilbúið að taka á móti góðu fólki sem hér vill setjast hér að. Við bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna á Hvolsvöll.