Í dag, miðvikudaginn 16. nóvember er mikið um að vera hjá unga fólkinu í Rangárþingi eystra.

Í Hvolsskóla er vegleg dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem hefst klukkan 8:15 og stendur fram á kvöld. Meginhluti dagskránnar snýst í kringum upplestur 10. bekkjar á Brennu-Njáls sögu en allir bekkir skólans koma fram. 

Ungmennaráð stendur svo fyrir spurningakeppni og spilakvöldi í Hvolnum sem hefst klukkan 19:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.