Í maí 2020 var send út könnun til íbúa í Hvolstúni, Öldubakka, Gilsbakka, Dalsbakka og Sólbakka varðandi lokun á gegnumstreymi um Öldubakka. Spurt var annars vegar um hvort íbúar styddu lokunina eða ekki og hinsvegar um hvað íbúar myndu leggja til að gert yrði til að bæta umferðaröryggi um götuna og voru þar þrír möguleikar í boði.

Niðurstöður könnunarinnar voru þær að 40% voru með lokun, 57,14% voru á móti lokun.

45,71% vildu setja upp þrengingar, 35,71% vill setja upp hraðahindrun og 2,86% vilja opna götuna með óbreyttu sniði.

Svarhlutfall í könnuninni var um 60%.

Þegar er hafin vinna við að finna lausnir varðandi hraðatakmarkanir í efri byggð og verður lokuninni ekki aflétt fyrr en þeirri vinnu er lokið.