Dagana 3. - 6. nóvember fer fram sala á Neyðarkallinum en salan er liður í árlegu fjáröflunarátaki björgunarsveita á öllu landinu. Þetta er í 17. skipti sem að neyðarkallinn er seldur og skiptir þessi fjáröflun miklu máli í starfi björgunarsveita.
 
Í kvöld, fimmtudagskvöldið 3. nóvember, mun björgunarsveitin Dagrenning ganga í hús í þorpinu til að selja neyðarkallinn en einnig er hægt að hafa samband við sveitina til að nálgast kallinn.
 
Rangárþing eystra styður að sjálfsögðu sveitina og kaupir stærri gerð af Neyðarkallinum en sveitarfélagið á orðið dágott safn af Neyðarköllum eins og vonandi mörg fleiri fyrirtæki í sveitarfélaginu. Þorsteinn Jónsson kom á skrifstofu sveitarstjóra í dag og afhenti styttuna fyrir hönd Dagrenningar.