✓ Aðeins eitt foreldri fylgi barninu sínu í fataklefann og passa uppá að eingöngu séu foreldrar tveggja barna af hverri deild í fataklefanum hverju sinni.

✓ Foreldrar spritti hendur við komuna í leikskólann. Það fyrsta sem börnin gera þegar þau mæta á deildina sína er að þvo hendur.

✓ Fundir með foreldrum eru haldnir uppi á lofti, foreldrar eru þá beðnir um að koma á loftið utan frá – upp brunastigann. Það er spritt við dyrnar og þar er nóg pláss og auðvelt er að passa uppá fjarlægðarmörkin. Við eigum grímur fyrir þá sem þess óska.

✓ Vera í sambandi við leikskólann ef upp kemur smit eða grunur um slíkt á heimili. Sama gildir um sóttkví.

Sjá leiðbeiningar frá Almannavörnum: 

✓ Það er mikilvægt fyrir okkur að vita af því ef einhver annar en foreldri kemur með og/eða sækir barnið. Eftir kl. 16 er börnunum skilað úti, ef barnið er sótt fyrir þann tíma af öðrum en foreldri er börnunum fylgt út af leikskólastarfsmanni. Við reynum eftir fremsta megni að minnka umferð um húsið.

✓ Séu heimilismeðlimir barns í sóttkví má barnið ekki koma í leikskólann.

✓ Mikilvægt er að foreldrar láti okkur vita ef þeir fara erlendis.