Leikskólinn Örk hefur nú gefið út Handbók um snemmtæka íhlutun í máli og læsi en unnið hefur verið hörðum höndum að klára verkið og gefa það út. Handbókin mun nýtast í öllu starfi leikskólans og verður hafist handa við að innleiða hana í haust. 

Handbókina má nálgast hér

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Haustið 2019 var sameiginlegur starfsdagur með hinum fjórum leikskólunum á skólasvæði Skólaþjónustu Rangárvalla og vestur Skaftafellssýslu. Í kjölfarið hófst vinna við handbók um snemmtæka íhlutun í máli og læsi. Teymi stofnað innan leikskólans sem hélt utan skipulagningu og bar ábyrgð á uppsetningu og innihaldi verkefnis.

Covid setti strik í reikninginn en mikið erum við stolt af lokaafurðinni sem við gefum út í dag. Þetta hefði ekki verið hægt nema með góðri samvinnu allra starfsmanna leikskólans þar sem mismunandi verkefni þurfti að vinna t.d. að skipuleggja bókasafn og spilasafn uppá nýtt með nýju skipulagi og þar komu allir starfsmenn að með einum eða öðrum hætti. Einnig þurfti starfsfólk að standa vaktina með börnunum meðan innleiðingateymi sá um að klára handbókina okkar.

Í haust munum við svo formlega byrja að innleiða þessa handbók í starfið þar sem innleiðining er að hluta að samræma vinnubröð allra deilda leikskólans þannig að börnin viti og þekki þau vinnubrögð sem við vinnum eftir sama á hvaða deild sem þau eru.

Við erum stolt af okkar afurð og vonum að einhverjir nenni að glugga í handbókina okkar en mikill metnaður lagður í verkefnið.

Til hamingju Leikskólinn Örk með þessa frábæru og vel heppnuðu handbók.