Ívar Ylur Birkisson, frá Móeiðarhvoli, keppti á Gautarborgarleikunum sem fram fóru um nýliðna helgi. Ívar Ylur keppti í sex greinum, langstökki, hástökki, kúluvarpi, spjótkasti, 80 m spretthlaupi og 80 m grindahlaupi. Hann náði mjög góðum árangri í öllum greinum en besti árangurinn kom í 80m grindahlaupi þar sem Ívar stórbætti Íslandsmetið í flokki 14 ára pilta og varð í 2. sæti. Feikilega góður árangur og Rangárþing eystra óskar honum innilega til hamingju.