Árið 1995 byrjaði Ólafur Elí Magnússon, eða Óli Elí eins og hann er jafnan kallaður, með íþróttaskóla á Hvolsvelli en þá var hann nýfluttur aftur á æskuslóðir. Síðan þá hafa ansi mörg börn tekið þátt í íþróttaskólanum og þykir það alltaf jafn spennandi að byrja að sprikla á haustin. Íþróttaskólinn er á vegum Dímon og tveir elstu árgangarnir í leikskóla, þ.e. 4 og 5 ára börn geta tekið þátt. Þeim er aldursskipt í í tvo hópa, annar hópurinn fer í þrautabraut meðan hinn gerir skemmtilegar æfingar með Óla. Fjörið er mikið og má sannarlega sjá framfarir í hreyfigetu hjá börnunum eftir veturinn.

Óli Elí hefur unnið með góðu fólki, gegnum árin, í íþróttaskólanum en nú er það Ásdís Kristinsdóttir, frá Staðarbakka, sem heldur utan um hópinn með Óla. Einnig eru tveir aðstoðarmenn úr 9. bekk, þau Sigurþór Árni Helgason og Viktoría Vaka Guðmundsdóttir.

Íþróttaskólinn er á mánudögum kl. 17:15-18:00

Íþróttaskólinn 2012

Íþróttaskólinn 2020