Hér á heimasíðu Rangárþings eystra má finna Íbúavef þar sem hægt er að nálgast upplýsingar m.a. rafrænar viðskiptaupplýsingar íbúa, allar gjaldskrár fyrir sveitarfélagið og beina tengingu inn á Island.is. Til þess að komast inn á þessa gátt þá er farið neðst á heimasíðu Rangárþings eystra og smellt þar á Íbúavefur:

Þegar búið er að smella á þennan hnapp þá birtist valmyndin fyrir Íbúavefin þar sem nálgast má þessar upplýsingar sem áður eru nefndar. Þegar smellt er á hnappinn Bæjardyr þá er hægt að nálgast allar viðskiptaupplýsingar íbúa hjá sveitarfélaginu rafrænt, þ.e. reikninga fyrir skóla- og leikskóla, fasteignagjöld og fl.