Eitt af vorverkum sveitarfélagsins í þéttbýlinu er að fá götusópara til að hreinsa göturnar. Sópbíllinn verður á Hvolsvelli vikuna 3. - 7. maí.

Mikilvægt er að hliðra til fyrir götusópnum og færa bifreiðar sínar eftir því sem kostur er og leggja ekki á götunni þessa daga. Þannig næst vonandi að sópa allar götur og ekkert verði eftir.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í þessari árlegu vorhreingerningu með því að þrífa hjá sér innkeyrslur og stéttir og sópa afraksteinum út á götu áður en götusóparinn verður á ferðinni.

Starfsmenn áhaldahúss munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar og sópa gangstéttar áður en götusóparinn verður á ferðinni.