Á sunnudagsmorgnum er líf og fjör í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Kl. 10-11 er Krílafimi þar sem 2-3 ára börn koma saman, fara í gegnum skemmtilega þrautabraut og æfa boltafimi. Krílafimin er í umsjón Unnar Lilju Bjarnadóttur, sjúkraþjálfara. 

Milli klukkan 12-13 er svo opinn tími í badminton og í morgun var spilað á 6 völlum og mikil stemning. Spaðar og flugur eru í boði á staðnum svo það er bara að mæta og hafa gaman.