Rangárþing eystra auglýsir lausan til umsóknar skólaakstur við Hvolsskóla. Akstursleiðin er breytileg eftir notkun og þörf. Í dag liggur leiðin inn Fljótshlíðarleið.

Skólabílstjóri þarf að hafa öll tilskilin réttindi til aksturs farþega og bifreið sem notuð verður skal vera í fullkomnu ástandi. Viðkomandi þarf að vera reglusamur, stundvís og þjónustulipur og hann þarf að hafa hreint sakavottorð.

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu Rangárþings eystra í síðasta lagi 2. nóvember 2020.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, í síma 488 4200 eða Birna Sigurðardóttir, skólastjóri í síma 488 4240.