Íþróttafélagið Dímon og Rangárþing eystra endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sín á milli en með samningnum er verið að tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Með samning sem þessum er verið að tryggja starfsemi íþróttafélagsins enn frekar enda er það mat sveitarstjórnar að Dímon sinni öflugu og viðurkenndu forvarnarstarfi sem ber að hlúa að.

Það voru þær Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, og Arnheiður Dögg Einarsdóttir, formaður Dímonar, sem skrifuðu undir samninginn.