Í dag, mánudaginn 4. október, opnar hársnyrtistofan Dís að Ormsvelli 1. Það er Bryndís Þorsteinsdóttir, hársnyrtimeistari, sem að rekur stofuna og hefur hún unnið sem hársnyrtir síðastliðin 11 ár.

Bryndís verður með vörumerkið Aveda bæði í vinnu og í sölu enda þekkir hún það merki vel eftir að hafa notað það í áratug.

Tímapantanir eru í síma 865-2120 og á noona appinu.