Dagur íslenskrar tungu í Hvolsskóla miðvikudaginn 16. nóvember 2022.

Dagskrá

8:15  Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri setur samkomuna

8:20  Upplestur á Brennu-Njálssögu hefst 

9:15  Nemendur í 1. og 2. bekk flytja lögin: Heyrðu snöggvast Snati minn 

Fagur fiskur í sjó 

9:20  Upplestur á Brennu-Njálssögu 

10:20 Nemendur í 3. og 4. bekk flytja: Þjóðsönginn

Vikivaka

10:25  Upplestur á Brennu-Njálssögu 

10:45 Nemendur í 7. bekk flytja ljóðið Gunnarshólmi eftir Jónas Hallgrímsson

10:50 Ávarp heiðursgests – Þórhildur Jónsdóttir listakona frá Lambey og myndlistaverk hennar úr Njálu hanga í sal skólans. 

11:00 Kór Hvolsskóla syngur:

Á íslensku má alltaf finna svar

Vikivaka

Hljóðnar nú haustblær

11:20 Upplestur á Brennu-Njálssögu 

12:00-12:30 HLÉ

12:30 Nemendur úr 5. bekk flytja lagið Skólarapp

12:35 Upplestur á Brennu-Njálssögu

13:00 Nemendur úr 6. bekk: Íslenskir málshættir og orðtök     

13:10 Upplestur á Brennu-Njálssögu 

14:00 Nemendur í 8. og 9. bekk flytja lagið: Burtu með fordóma

14:05 Upplestur á Brennu-Njálssögu 

18:00 Áætluð lok upplesturs á Brennu-Njálssögu.

Í náttúrufræðistofu verða myndbönd 10. bekkinga, um Njálu, til sýningar og við hvetjum fólk til að koma þar við. Inni á gangi á elsta stigi má sjá ættartré úr Njálu sem nemendur úr 10. bekk hafa unnið. 

Í sal skólans eru myndlistaverk Þórhildar Jónsdóttur frá Lambey til sýnis. Verkin eru unnin upp úr Brennu-Njálssögu. Alls er um 150 myndir að ræða en um sjötíu þeirra hanga í salnum. 

Hlökkum til að sjá ykkur í Hvolsskóla

 Ath. dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Fylgist með á www.hvolsskoli.is