3.-14.desember Héraðsbókasafn Rangæinga

Amnesty international skipuleggur ár hvert á aðventunni alþjóðlega herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim undir heitinu „Bréf til bjargar lífi“.
Hægt er að kynna sér málin og skrifa undir kortin á Héraðsbókasafni Rangæinga, Vallarbraut 16, Hvolsvelli. 
Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríðandi mál einstaklinga sem beittir eru alvarlegu órétti. Þannig söfnum við milljónum undirskrifta og mögnum saman þrýsting á stjórnvöld víða um heim sem brjóta mannréttindi. 
Raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota eiga sér stað á hverju ári vegna þessara aðgerða. Samviskufangar eru leystir úr haldi, fangar hljóta mannúðlregri meðferð, þolendur pyndinga sjá réttlætinu fullnægt og fangar á dauðadeild eru náðaðir eða ómannúðlegri löggjöf er breytt.
Einnig er hægt að kynna sér aðgerðakortin og skrifa undir rafrænt á https://amnesty.is/